Áhyggjur af fækkun lyfjafræðinga

Formaður Lyfjafræðingafélags Íslands segir lyfjafræðinga búa yfir meiri þekkingu en …
Formaður Lyfjafræðingafélags Íslands segir lyfjafræðinga búa yfir meiri þekkingu en fólk almennt geri sér grein fyrir. Ljósmynd/Colourbox

Nemendum sem hefja grunnnám í lyfjafræði hefur fækkað um 36% síðasta áratuginn og telur Lyfjastofnun Íslands að þróunin sé áhyggjuefni.

Þá eru aðeins 37% starfsfólks apóteka á landinu faglærð og er hlutfallið lægra en í nágrannalöndunum. Til að bregðast við stöðunni og skorti á fagmenntuðu starfsfólki í lyfjabúðum leggur stofnunin meðal annars til breytingar á lyfjafræðináminu í Háskóla Íslands sem myndi fela í sér að einhver starfsréttindi fáist strax að loknu BS-námi.

Formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir, tekur undir að fækkun lyfjafræðinga sem útskrifast úr háskólanum sé áhyggjuefni og fagnar tillögu Lyfjastofnunar.

Hún segir að vinna við breytingar á náminu sé þegar hafin og telur að um sé að ræða góðan hvata fyrir nemendur til að halda námi áfram.

Sigurbjörg telur þó að huga verði að fleiru en breytingu námsins til að bæta starfsumhverfi lyfjafræðinga og gera starfið þar með eftirsóknarverðara. Í því samhengi nefnir hún sérstaklega að auka þurfi ábyrgð og umsvif lyfjafræðinga en hún telur ávinning af því margþættan.

Nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert