Sauðfé fækkaði í fyrra

Samkvæmt DÍS er sauðfé innan girðingar við Grindavík. Mynd tengist …
Samkvæmt DÍS er sauðfé innan girðingar við Grindavík. Mynd tengist frétt ekki beint. mbl.is/Ásdís

Samkvæmt tölum um búfé á landinu er fjöldi nautgripa og svína óbreyttur á milli áranna 2022 og 2023. Á sama tíma hefur sauðfé fækkað um 3% og fullorðnum ám um 4%.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni.

Hér má sjá þróunina síðustu ár.
Hér má sjá þróunina síðustu ár. Ljósmynd/Hagstofan

Í tilkynningunni kemur enn fremur fram að hrossum fækki um 4% en tölur um fjölda þeirra séu þó óáreiðanlegar. Varphænsnum fjölgi um 2% á milli ára sé miðað við tölur frá útungunarstöðvum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert