Erfiðara að vernda Bláa lónið í nýju gosi

Vinna við varnargaða hefur verið í fullum gangi.
Vinna við varnargaða hefur verið í fullum gangi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ef annað eldgos verður í sumar í Sundhnúkagígaröðinni býst Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur við svipuðu gosi og verið hefur.

Hann segir hraunbunkann á svæðinu við Sundhnúkagíga hafa hækkað og því yrði erfiðara að stjórna rennsli kvikunnar og spá fyrir um stefnuna. Til dæmis gæti orðið erfðara að vernda svæði við Bláa lónið og Grindavík.

„En það er verið að vinna mikið í þessum varnargörðum. Ef það [eldgosið] fylgir sömu stefnu með sprunguna þá ætti það að vera í lagi en mér finnst að það sé bara ágætt að halda áfram að vinna í varnargörðum og vera við öllu búinn, sérstaklega við Bláa lónið," bendir Haraldur á.

Séð yfir Svartsengi fyrr á þessu ári, en þar er …
Séð yfir Svartsengi fyrr á þessu ári, en þar er meðal annars að finna orkumannvirki HS Orku og Bláa lónið. mbl.is/Árni Sæberg

Eins og skjaldbaka

Spurður nánar út í hraunbunkann segir hann hraunið hafa hlaðið undir sig með hverju eldgosi. „Í hvert sinn sem hraun kemur þarna út þá hækkar sá punktur um 5 til 10 metra, eða alla vega nokkra metra og svo hvað eftir annað. Það er bungan á þessari skjaldböku. Skjöldurinn er orðinn svolítið hár og það hefur áhrif á rennslið og verður erfiðara að spá um stefnuna," greinir hann frá.

Hraun úr eldgosi við Sundhnúkagíga.
Hraun úr eldgosi við Sundhnúkagíga. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert