Bæjarstarfsmaður á villgötum

Grafarholt í Reykjavík.
Grafarholt í Reykjavík. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um einstakling sem ók um á göngustíg í hverfi 113, sem er Grafarholt og Úlfarsárdalur, að því er segir í dagbók lögreglu.

Í ljós kom að um bæjarstarfsmann við vinnu var að ræða og var hann einungis sekur um að sinna verkum sínum.

Fjórir með hnífa á lofti

Lögreglan hafði einnig afskipti af fjórum einstaklingum með hnífa á lofti í Árbænum í dag. 

Lögregla stillti til friðar og lauk málinu á viðeigandi hátt.

Barn í aftursætinu

Þá hafði lögreglan afskipti af sofandi ökumanni með vínflösku sér við hlið. Í dagbók lögreglu kemur fram að í aftursæti bifreiðarinnar hafi verið barn.

„Ekkert fyrir lögreglu, átti ekki við rök að styðjast,“ segir í dagbókinni um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert