Eldur í rafskútu í Breiðholtinu

Einn dælubíll fór á svæðið að sögn slökkviliðismannsins.
Einn dælubíll fór á svæðið að sögn slökkviliðismannsins. AFP

Eldur kviknaði í rafskútu í Bökkunum í Breiðholtinu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Hann segist ekki geta upplýst að svo stöddu um umfangið né hvort einhver sé slasaður vegna eldsins.

Aðspurður segir hann einn dælubíl vera á leið á vettvang.

Uppfært klukkan 17.28:

Slökkvilið var kallað til baka, en íbúar náðu sjálfir að slökkva eldinn í rafskútunni.

Eldurinn náði ekki að dreifa sér og ekkert tjón varð, annað en á rafskútunni sjálfri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert