Ný stjórn SÍNE kjörin

Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE), hefur kosið nýja stjórn.
Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE), hefur kosið nýja stjórn. mbl.is/Sigurður Bogi

Ný stjórn hefur verið kjörin hjá Sambandi íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE), en Þórdís Dröfn Andrésdóttir var endurkjörin sem forseti sambandsins þann 28. júní síðastliðinn á sumarráðsstefnu þess.

Stjórn SÍNE 2024-2025 hefur verið kjörin.
Stjórn SÍNE 2024-2025 hefur verið kjörin. Ljósmynd/Aðsend

Þórdís hefur áður sinnt fjölbreyttum störfum á sviði máltækni og kennslu, en hún er með BA-gráðu í íslensku frá Háskóla Íslands og MA-gráðu í málvísindum frá Aarhus Universitet.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÍNE. 

Á fyrsta stjórnarfundi eftir ráðstefnuna var Sindri Freyr Ásgeirsson kjörinn varaforseti. Nanna Hermannsdóttir var kjörin menntasjóðsfulltrúi og tekur við því starfi af Jónu Þóreyju Pétursdóttur. Katla Ársælsdóttir lét af störfum sem varaforseti og var kjörin ritstjóri Sæmundar.

Menntasjóður námsmanna og fæðingastyrkur áberandi 

Á ráðstefnunni var farið yfir helstu störf SÍNE á síðasta starfsári, þar sem stuðningur Menntasjóðs námsmanna við læknanema erlendis og málefni fæðingastyrks námsmanna voru áberandi, er segir í tilkynningunni. 

Nýja stjórn SÍNE skipa: 

  • Þórdís Dröfn Andrésdóttir, forseti 
  • Sindri Freyr Ásgeirsson, varaforseti 
  • Númi Sveinsson Capero, gjaldkeri
  • Nanna Hermannsdóttir, menntasjóðafulltrúi
  • Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, ritari
  • Katla Ársælsdóttir, ritstjóri Sæmundar
  • Tara Sveinsdóttir Capero, meðstjórnandi
  • Sara Þöll Finnbogadóttir, meðstjórnandi
  • Arna Dís Heiðarsdóttir, meðstjórnandi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert