Skýjað í flestum landshlutum í dag

Það verður skýjað í dag.
Það verður skýjað í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skýjað verður í flestum landshlutum í dag. Þó má vænta þess að það sjáist til sólar inn á milli.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

„Í dag mun vindur halla sér smám saman í norðaustanátt og mun hún ef spár standast, endast út vikuna. Vindur er allmennt fremur hægur, skýjað í flestum landshlutum þótt vissulega sjáist til sólar inná milli,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Einna hlýjast á Suðurlandi

Þá verður dálítil væta á Norður- og Austurlandi.

„Dálítil væta um landið norðan- og austanvert með hita á bilinu 7 til 12 stig, en heldur bjartara annars staðar en líkur á stöku síðdegisskúrum og ofurlítið hærri hitatölum líka, einna hlýjast á Suðurlandi,“ kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert