Styrkja tengsl milli Grænlands og Íslands

Úthlutað hefur verið styrkjum úr Grænlandssjóði sem er ætlað að …
Úthlutað hefur verið styrkjum úr Grænlandssjóði sem er ætlað að styrkja tengsl milli Grænlands og Íslands. Ljósmynd/Jon Forberg

Styrkjum hefur verið úthlutað úr Grænlandssjóði þar sem sex verkefni hlutu styrk upp á samtals rúmar fjórar milljónir.  

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Hlutverk Grænlandssjóðs er að styrkja tengsl Grænlands og Íslands. Sjóðurinn veitir styrki til kynnisferða, námsdvalar, listsýninga, íþróttaviðburða og annarra menningar-, menntunar- og vísindaverkefna sem efla samskipti milli þjóðanna. 

Listsýning hlaut hæsta styrkinn

Hæsta styrkinn hlaut Anna Kolfinna Kuran upp á eina milljón krónur í samstarfi við Nuuk Nordisk Festival fyrir æfingahald og listsýningu á Nordisk Kulturfestival í Nuuk haustið 2025.

Traustur kjarni, í samstarfi við Kofoeds Skole í Nuuk, fékk 860.000 kr. fyrir námskeiðahald um geðheilbrigðismál.

Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, fékk 750.000 kr. til sumarskóla í Kuummiiut. Shotokan Karate-Do, í samvinnu við íslensk karatefélög, fékk 600.000 kr. fyrir æfingaferð til Íslands.

Nuuk svømmeklub, í samstarfi við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, fékk 600.000 kr. fyrir þátttöku í Reykjavíkurleikunum.

Félag heyrnarlausra, í samstarfi við Kalaallit Tusilartut Kattuffiat, fékk 350.000 kr. fyrir fræðsluþing á Grænlandi haustið 2024.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert