Þrjú lömb urðu dýrbít að bráð og líklega fleiri

„Refurinn þarf mikið, hann er einnig með mikla viðkomu í …
„Refurinn þarf mikið, hann er einnig með mikla viðkomu í mófuglum, eggjum og ungum,“ segir Ólafur Steinar Björnsson, bóndi á Reyni í Mýrdal og grenjaskytta. Ljósmynd/Ólafur Steinar Björnsson

Þrjú lömb að lágmarki hafa orðið dýrbít að bráð í Pétursey í Mýrdalshrepp í vikunni.

Grenjaskytturnar Ólafur Steinar Björnsson og Kjartan Stefánsson unnu grenið og náðu þar vel fullorðnum ref ásamt sex hvolpum og læðu.

„Það var lambshræ hjá greninu og refurinn kom með part af lambi á grenið í gærkvöldi og orðinn einhverra ára gamall, sex hvolpar og læða,“ sagði Ólafur Steinar í samtali við mbl.is í gær.

„Það voru svona þrjú lömb sem við gátum fundið út úr þessu sem við náðum, það er örugglega meira inni í greninu, miklu meira, við náðum því bara ekki út.“

„Það var lambshræ hjá greninu og refurinn kom með part …
„Það var lambshræ hjá greninu og refurinn kom með part af lambi á grenið í gærkvöldi og orðinn einhverra ára gamall, sex hvolpar og læða,“ segir grenjaskyttan Ólafur. Ljósmynd/Ólafur Steinar Björnsson

Sumir vilja tófuna frjálsa

„Ég vil svona vekja athygli á þessu því að það er búið að vera að hamra á því að hætta að borga fyrir grenjavinnslu og leyfa þessu að vera frjálsu,“ segir Ólafur.

Jafnframt segir hann að það sé ekki algengt að refir komist í sauðfé en það komi alltaf fyrir.

Það sem af er ári hafa hann og Kjartan unnið sjö greni með 40 dýrum og enn á eftir að kemba nokkra staði. 

„Refurinn þarf mikið, hann er einnig með mikla viðkomu í mófuglum, eggjum og ungum,“ segir Ólafur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert