Vigdís gróðursetti lýðveldistré á Brekkuborg

Á vefsíðu Vigdísar er sagt að í forsetatíð hennar hafi …
Á vefsíðu Vigdísar er sagt að í forsetatíð hennar hafi hún líkt saman trjárækt og uppeldi barna og að ræktun landsins væri nátengd mannyrkjunni sem byggðist á uppeldi unga fólksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vigdís Finnbogadóttir heimsótti leikskólann Brekkuborg í Grafarvogi í gær og gróðursetti þar íslenskt birkitré.

Það mun vera annað forsetatréð á Brekkuborg því Guðni Th. Jóhannesson gróðursetti sams konar tré þar í seinustu viku.

„Til lítils væri að rækta upp örfoka land ef við …
„Til lítils væri að rækta upp örfoka land ef við gleymdum því að öll framtíð þjóðarinnar ylti á æskunni,“ er haft eftir Vigdísi á vefsíðu hennar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við fengum þá hugmynd í tilefni 80 ára lýðveldis að bjóða forseta í heimsókn og okkur fannst viðeigandi að fá núverandi forseta og svo vorum við svo heppin að Vigdís vildi koma líka,“ segir Kristín Auður Harðardóttir aðstoðarleikskólastjóri í samtali við mbl.is. 

Sérstakir þemadagar tengdir lýðveldisafmælinu hafa verið í gangi á Brekkuborg þar sem börnin hafa verið frædd um Vigdísi Finnbogadóttir ásamt öðrum forsetum lýðveldisins.

Þemadagar í tilefni lýðveldisafmælis Íslands hafa verið í gangi í …
Þemadagar í tilefni lýðveldisafmælis Íslands hafa verið í gangi í leikskólanum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Börnin læra að umgangast náttúruna

„Við vorum með sérstakt þema um hana, af því að hún er fyrsti kvenforsetinn og mikil fyrirmynd, sérstaklega fyrir þann aldurshóp sem er að vinna hérna,“ segir Kristín og hlær.

„Og þetta er svona svolítið fast í beinunum á okkur: Gróðursetning, Vigdís og lýðveldið.“

Í forsetatíð Vigdísar hvatti hún æskuna til dáða og bað …
Í forsetatíð Vigdísar hvatti hún æskuna til dáða og bað eldri kynslóðir að vera henni góð fyrirmynd. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hún segir þetta einnig vera partur af lýðheilsu- og umhverfismennt á leikskólanum.

„Börnin læra að umgangast trén og náttúruna og hugsa vel um þetta og svo setjum við blóm og við bara dúllumst við þessi tré.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert