Ísland fullgildir Félagsmálasáttmála

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Bjørn Berge, aðstoðarframkvæmdastjóri …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Bjørn Berge, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Evrópuráðinu. Ljósmynd/Stjórnarráðið/Ingibjörg Sigríðar Elíasdóttir

Ísland hefur nú fullgilt endurskoðaðan Félagsmálasáttmála Evrópu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, afhenti Evrópuráðinu yfirlýsingu Íslands þess efnis á leiðtogaráðstefnu um sáttmálann sem fram fór í Vilníus í Litháen í dag, að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

Þar segir að sáttmálinn sé af ýmsum álitinn hliðstæða við Mannréttindasáttmála Evrópu á sviði efnahagslegra og félagslegra réttinda.

Yfirlýsing um sameiginleg gildi

„Félagsmálasáttmáli Evrópu er yfirlýsing um sameiginleg gildi. Stefnur stjórnvalda sem eru í samræmi við sáttmálann auka og vernda samheldni samfélaga,“ er haft eftir Guðmundi Inga í ávarpi sínu í Vilníus í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert