Ekki lengur bensínlaust í Staðarskála

Það stefnir í stóra ferðahelgi enda eru hin ýmsu íþróttamót …
Það stefnir í stóra ferðahelgi enda eru hin ýmsu íþróttamót fram undan. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Eldsneyti er komið aftur á dælurnar á bens­ín­stöð N1 í Staðarskála í Hrútaf­irði. Bensínleysið varði í yfir tvo klukkutíma. 

Þetta staðfestir Ásta Sig­ríður Fjeld­sted, for­stjóri Festi, í samtali við mbl.is. 

Mannleg mistök

Um klukkan 15 greindi mbl.is frá því að eldsneytislaust væri í Staðarskála. Ásta segir þetta mjög leiðinlegt fyrir viðskiptavini, en að mann­leg mis­tök hjá Ol­íu­dreif­ingu hafi valdið bens­ín­leys­inu.

Staðarskáli er ein mest sótta eldsneyt­is­stöð lands­ins og bens­ín­leysið ber að ein­mitt þegar stefn­ir í mikla ferðahelgi, þar sem N1-mótið í knatt­spyrnu er haldið á Ak­ur­eyri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert