Göngumaðurinn fundinn

Göngumaðurinn fannst á fjórða tímanum.
Göngumaðurinn fannst á fjórða tímanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Göngumaður­inn sem viðbragðsaðilar hafa leitað að í dag fannst á fjórða tímanum í Suðursveit. 

Þetta staðfestir Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.

Ekki fengust upplýsingar um ástand mannsins.

Útkallið barst klukkan 7

Út­kallið barst um kl. 7 í morg­un.

Eins og fram hef­ur komið í um­fjöll­un mbl.is þá var leitað að honum á Skála­fells­jökli í Vatna­jökli.

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar var ræst út auk björg­un­ar­fé­lags Horna­fjarðar. Í henni voru tveir björg­un­ar­menn frá höfuðborg­ar­svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert