Kemur á óvart að frammistaðan komi fólki á óvart

„Það sem hefur komið mér á óvart, er svolítið hvað þetta kemur fólki á óvart,“ segir Þórarinn Hjartarson, þáttstjórnandi Einnar pælingar, í Dagmálum um viðbrögð fólks við frammistöðu Bandaríkjaforseta í kappræðum.

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, mættust í kappræðum í síðustu viku sem hafa vakið mikla athygli vegna frammistöðu Bidens.

Þórarinn segir að kosningateymi Bidens hafi kallað eftir kappræðunum meðal annars til þess að slá á áhyggjur um heilsu forsetans.

„Við sjáum núna að þetta hefur haft þveröfug áhrif,“ segir hann.

Baráttan um Hvíta húsið krufin til mergjar

Þá hefur einnig komið fram að kappræðurnar hafi verið haldnar snemma vegna þess hversu margir kjósa utan kjörfundar og vegna bágrar stöðu Bidens í könnunum.

Þór­ar­inn ræðir í nýj­asta þætti Dag­mála um kom­andi for­seta­kosn­ing­ar í Banda­ríkj­un­um. Meðal annars var rætt við hann um það hvort að Joe Biden Banda­ríkja­for­seti verði fram­bjóðandi Demókrataflokksins, hvaða mál­efni séu mik­il­væg­ust kjós­end­um og þá hvort að tengsl séu á milli stjórn­mála­ástands­ins í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um.

Áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins geta nálg­ast þátt­inn í heild sinni með að smella á hlekk­inn hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert