Óvissa um notkun læknisbústaðarins

Utanhússviðgerðum er nú lokið.
Utanhússviðgerðum er nú lokið.

Utanhússviðgerðum á yfirlæknisbústaðnum á Vífilsstöðum er nú lokið. Þær höfðu staðið yfir í þrjú ár en óljóst er með framhaldið. Eftir er að taka húsið í gegn að innan og framtíðarnotkun þess í óvissu.

Viðgerðir að utan voru á vegum Framkvæmdasýslu ríkisins.

Húsið var tekið í gegn að utan, gert við þakið og skipt um glugga. Á öldinni sem leið bjuggu yfirlæknar Vífilsstaðaspítala í húsinu ásamt fjölskyldum sínum. Það var teiknað af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins og tekið í notkun árið 1920.

Læknisbústaðurinn. Mynd úr safni.
Læknisbústaðurinn. Mynd úr safni.

„Fyrir nokkrum árum var húsið orðið yfirgefið og eiginlegur leikvöllur fyrir börn sem fóru þangað inn og fóru illa með húsið,“ segir Karl Pétur Jónsson, upplýsingafulltrúi Ríkiseigna/Framkvæmdasýslu ríkisins, í samtali við Morgunblaðið.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert