Sæþotur trufla íbúa á Kársnesi

Siglingar eru leyfilegar á svæðinu, en ekki umferð vélknúinna vatnstækja.
Siglingar eru leyfilegar á svæðinu, en ekki umferð vélknúinna vatnstækja. mbl.is/Árni Sæberg

Mikil umferð sæþota hefur verið undanfarin misseri í Fossvoginum við mismikinn fögnuð íbúa. Einna helst vegna rasks á dýralífi og almennrar slysahættu þar sem staðurinn er afar vinsæll á meðal sjósundsfólk landsins. 

Á hverfissíðu Kársness á Facebook lýsa íbúar óánægju sinni með umferð sæþota á svæðinu og bendir einn íbúi á að umferð sæþotana hafi áhrif á varptíma fugla á svæðinu og fæli fuglana burt. 

Umferð vatnatækja ólögleg

Svæðið hefur verið friðlýst síðan árið 2012 og var það gert til að vernda lífríki við ströndina, í fjöru og á grunnsævi og sér í lagi með tilliti til fugla. 

Þá er umferð vélknúinna vatnatækja óheimil innan svæðisins og varðar brot á friðlýsingunni sekt eða fangelsi allt að tveimur árum. 

Í samtali við mbl.is segir Atli Hermannson, hafnavörður Kópavogsbæjar, að málið hafi ekki komið inn á borð hafnarstjórnar en að hann hafi hinsvegar heyrt af málinu og viti til þess að þetta trufli íbúa á svæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert