Harris líklegri en Biden: Lýsir upplausn

Þórarinn Hjartarson, þátta­stjórn­andi hlaðvarps­ins Einn­ar pæl­ing­ar, bendir á það í Dagmálum að samkvæmt veðbönkum þá séu meiri líkur á því að Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, vinni næstu forsetakosningar en Joe Biden Bandaríkjaforseti. 

Í kjölfar kappræðna Trumps og Bidens í síðustu viku hafa heyrst háværar raddir innan Demókrataflokksins um að Biden dragi framboð sitt til baka.

„Sem lýsir ákveðinni upplausn,“ segir Þórarinn.

Ef skoðað er vefsíðu RealClearPolitics þá má sjá að þetta er rétt. Þar er búið að taka saman stuðlana frá helstu veðbönkum og samkvæmt þeim eru líkur Bidens á sigri 11,5% en líkurnar á því að Harris vinni forsetakosningarnar eru 16,7%.

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er aftur á móti með 56% líkur á sigri samkvæmt veðbönkum. 

Donald Trump og Joe Biden tókust á í sjónvarpskappræðum á …
Donald Trump og Joe Biden tókust á í sjónvarpskappræðum á CNN í síðustu viku. AFP

Segir allar líkur á sigri Trumps

„Ég held að það sé ekki hægt að segja neitt annað en að það séu all­ar lík­ur á því að [Don­ald] Trump verði næsti for­seti Banda­ríkj­anna,” seg­ir Þór­ar­inn Hjart­ar­son, þátta­stjórn­andi hlaðvarps­ins Einn­ar pæl­ing­ar, í nýj­asta þætti Dag­mála.

Þann 5. nóv­em­ber ganga Banda­ríkja­menn til kosn­inga og velja sér sinn næsta for­seta. Valið stendur á milli Joe Bidens Bandaríkjaforseta og Donald Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta.

„Trump vinn­ur nokkuð ör­ugg­lega,” seg­ir hann spurður hvað hann telji að muni ger­ast í kosn­ing­un­um.

Áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins geta nálg­ast þátt­inn í heild sinni með að smella á hlekk­inn hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert