N1 mótið er fyrir alvöru „polla“

N1 mótið á Akureyri er haldið í júlí ár hvert …
N1 mótið á Akureyri er haldið í júlí ár hvert og er ætlað 5. flokki karla. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

N1 mótið í knattspyrnu, sem fram fer á Akureyri, hófst í hádeginu á miðvikudag og klárast í dag. Alls 208 lið víðsvegar að af landinu taka þátt, um 2.000 leikmenn.

Einn af mótsstjórunum, Ágúst Stefánsson, segir mikla stemningu í bænum og að allt hafi farið vel fram. Hann bætir því við að veðrið hefði getað verið skemmtilegra en búið er að rigna svolítið á mótsgesti. Það aftri hins vegar ekki 11 og 12 ára knattspyrnumönnum í að spila og njóta.

Ágúst Stefánsson, einn af móttstjórum, segir nokkra rigningardropa ekki hafa …
Ágúst Stefánsson, einn af móttstjórum, segir nokkra rigningardropa ekki hafa nein einustu áhrif á ungu leikmennina eða aðra gesti. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Risa ferðahelgi á Akureyri

Fjöldi þátttakenda og annarra gesta er svipaður þeim sem verið hefur síðustu ár.

Ágúst segir að í tíu ár hefur N1 mótið verið stærsta ferðahelgin á Akureyri en að þangað sæki um 10.000 manns á meðan mótið stendur yfir.

Spurning hvort þessi ungi maður hefði ekki átt að vera …
Spurning hvort þessi ungi maður hefði ekki átt að vera í markinu í vítaspyrnukeppni milli Portúgala og Frakka í gærkvöldi. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Stúlkurnar gefa ekkert eftir

Nokkrar stúlkur taka einnig þátt á mótinu en þær spila helst með liðum frá minni bæjarfélögum. KA er með eitt kvennalið á mótinu, líkt og undanfarin ár, sem eru elstu stúlkurnar í 5. flokki. Kvennaliðið er einmitt að keppa til úrslita í dag.

„Þær eru heldur betur að sýna það núna, eins og ég segi komnar í úrslitaleikinn í sinni keppni, að þær eru þrusugóðar.“ 

Allt þetta líf um helgina er svo jákvætt fyrir bæinn, segir Ágúst og bætir því við að fókusinn sé á að spila fótbolta, hafa gaman og njóta samverunnar. 

Ungir knattspyrnumenn sýna hvað í þeim býr í leikjum N1 …
Ungir knattspyrnumenn sýna hvað í þeim býr í leikjum N1 mótsins. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert