Fluttur á Landspítalann eftir slys á Snæfellsnesi

Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í dag vegna slyss á Snæfellsnesi. Einn var fluttur með þyrlu á Fossvogsspítala, sem lenti við spítalann nú fyrir skömmu.

Þetta staðfestir varðstjóri Landhelgisgæslunnar í samtali við mbl.is en hann segir slysið smávægilegt.

Ekki sé um umferðarslys að ræða en frekari upplýsingar kveðst varðstjórinn ekki geta veitt.

Þyrlan var kölluð út kl. 16.30 í dag og lenti hún í Reykjavík nú fyrir skömmu eins og áður sagði, eða um tveimur tímum síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert