Skrifa undir landsáætlun um útrýmingu riðu

Gert er ráð fyrir að riðu verði útrýmt á næstu …
Gert er ráð fyrir að riðu verði útrýmt á næstu 20 árum. mbl.is/Eyþór

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra undirritaði í dag landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu, ásamt Hrönn Ólínu Jörundsdóttur, forstjóra Matvælastofnunar, og Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtaka Íslands.

Áætlunin gerir ráð fyrir breyttri nálgun við útrýmingu riðuveiki frá því sem verið hefur, horft er frá því að reyna að útrýma riðusmitefninu sjálfu en megináhersla lögð á að útrýma veikinni með ræktun fjárstofns sem ber verndandi arfgerðir gegn smitefninu ásamt áframhaldandi aðgerðum til að hefta mögnun og dreifingu þess.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu.

Hrönn Ólína Jörundsdóttir forstjóri Matvæalstofnunar, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra, Trausti …
Hrönn Ólína Jörundsdóttir forstjóri Matvæalstofnunar, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra, Trausti Hjálmarsson formaður bændasamtakanna og Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir. mbl.is/Arnþór

Mikilvægt framfaraskref

Áætlunin er unnin í sameiningu af stofnunum þremur og markar tímamót í þeirri baráttu sem átt hefur sér stað undanfarin 50 ár en talið er að sauðfjárriða hafi borist barst til Íslands árið 1878.

Drög að áætluninni voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í maí og bárust alls 17 umsagnir frá hagaðilum.

Matvælaráðherra segir áætlunina mikilvægt framfaraskref fyrir íslenskan landbúnað, samkvæmt tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert