Bakkaði á sömu bifreið þrisvar sinnum

Ferðamaðurinn var hvorki undir áhrifum áfengis né fíkniefna.
Ferðamaðurinn var hvorki undir áhrifum áfengis né fíkniefna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bandarískur ferðamaður bakkað þrisvar sinnum á sömu bifreið í miðbænum. Hann var hvorki undir áhrifum áfengis né fíkniefna. Málið í rannsókn hjá lögreglu.

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Dag­bók­in nær til verk­efna lög­reglu frá klukk­an 17 í gær til 05 í morg­un.

Þá sinnti lögregla tilkynningu vegna innbrots í matarvagn. Í dagbókinni segir að þaðan hafi talsverðum fjármunum verið stolið, ásamt spjaldtölvu og drykkjum. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Lögreglustöð eitt sinnti málinu, en hún sinnir verkefnum í stórum hluta borgarinnar og á Seltjarnarnesi.

Fíkniefni og eftirlíkingar af skotvopnum

Lögreglustöð eitt stöðvaði sömuleiðis ökumann í umferðinni og var hann handtekinn þar sem hann var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í dagbókinni segir að eftir viðræður við ökumanninn hafi vaknaði grunur um sölu fíkniefna. Við leit, sem hann samþykkti, fundust meint fíkniefni og eftirlíkingar af skotvopnum. Var ökumaðurinn vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Þá var tilkynnt um tvo menn að sparka niður steypustólpa og vinna þannig skemmdarverk. Mennirnir voru farnir þegar lögregla kom á vettvang. Málið er í rannsókn.

Einnig tilkynnti veiðivörður um tvo einstaklinga að veiðum í Elliðaá án leyfis. Þeir neituðu sök við lögreglu þrátt fyrir að vera með veiðistangir meðferðis. Veiðivörðurinn sagðist vera með mynd af þeim að veiðum. Málið í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert