Engin tengsl virðast vera á milli drengjanna

Drengirnir eru allir undir lögaldri.
Drengirnir eru allir undir lögaldri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki er búið að finna drengina sem réðust á annan dreng í Kópavogi í gær.

Þetta segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Atvikið átti sér stað á níunda tímanum í gærkvöldi. Vegfarandi sem varð vitni að atvikinu tilkynnti lögreglu um málið.

Í dagbók lögreglu segir að drengirnir hafi haldið árásarþola niðri og veist að honum. Árásarþoli hlaut skrámur í andliti. 

14-15 ára

Talið er að árásaraðilarnir hafi verið fimm talsins á aldrinum 14 til 15 ára. Árásarþoli er á sama aldri en engin tengsl virðast vera á milli drengjanna. 

Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Alla jafna eru mál þar sem hlutaðeigandi eru undir lögaldri tilkynnt til barnaverndar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert