Löng starfsævi Íslendinga styttist óðum

rið 2018 máttu 15 ára Íslendingar eiga von á að …
rið 2018 máttu 15 ára Íslendingar eiga von á að verja 46,3 árum á vinnumarkaði. mbl.is/Hari

Íslendingar vinna lengur en íbúar annarra Evrópulanda en þó ekki jafn lengi og síðustu ár.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sem leiða í ljós að þeir Íslendingar sem urðu 15 ára árið 2023 muni að jafnaði verja 45,7 árum á vinnumarkaði samkvæmt útreikningum Eurostat. Meðaltalið í ESB-ríkjum er 36,9 ár.

Þetta þýðir að Íslendingar megi eiga von á að vera 8,8 árum lengur á vinnumarkaði en meðal-Evrópubúinn.

Bilið minnkar

Athygli vekur þó að þessi munur á starfsævi Íslendinga og annarra Evrópubúa fer minnkandi því ef nýju tölurnar eru bornar saman við sambærilegar tölur frá 2018 kemur í ljós að meðalstarfsævi Íslendinga styttist á sama tíma og hún lengist í Evrópu.

Árið 2018 máttu 15 ára Íslendingar eiga von á að verja 46,3 árum á vinnumarkaði á meðan útlit var fyrir að jafnaldrar þeirra í Evrópu myndu verja 36,2 árum á vinnumarkaði og var þá munurinn 10,1 ár. Bilið hefur þannig minnkað um 1,3 ár á aðeins fimm árum.

Í umfjöllun Eurostat segir að starfsævi Evrópubúa hafi lengst jafnt og þétt á síðustu árum nema í covid-faraldrinum en því virðist vera öfugt farið hérlendis.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert