Mönnun lögreglu líður fyrir mótmæli

Margrét Kristín er aðstoðarlögreglustjóri.
Margrét Kristín er aðstoðarlögreglustjóri. mbl.is/Árni Sæberg

Erfiðar aðstæður milli lögreglu og mótmælenda hafa aðeins komið upp tvisvar í þau 60 skipti sem efnt hefur verið til mótmæla frá október síðastliðnum. Þrátt fyrir það hefur fjöldi mótmæla áhrif á dagleg störf lögreglunnar.

„Það er ekkert leyndarmál að það mætti bæta við mannskap lögreglunnar og ekki bara í almennri löggæslu. Ef við tökum þessi ákveðnu mótmæli sem dæmi þá hafa þau haft mikil áhrif á aðra starfsemi lögreglunnar því þar hefur þurft að taka fólk úr rannsóknardeildum og öðrum deildum þvert á embættið til að manna vaktir við mótmælafundi.

Það er því ljóst að það hefur verið á kostnað þess að dagsdagleg verkefni hafa í einhverjum tilvikum þurft að víkja tímabundið sem er ekki gott enda er málshraði eitt af okkar lykilmarkmiðum,“ segir Margrét Kristín Pálsdóttir aðstoðarlögreglustjóri.

Ítarlegt viðtal við Margréti Kristínu má nálgast í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert