Börn með hnífa á sér í skólum og frístundastarfi

Foreldrar eru hvattir til þess að ræða við börnin sín …
Foreldrar eru hvattir til þess að ræða við börnin sín um vopnaburð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur sent foreldrum bréf þar sem þeir eru hvattir til að ræða við börn sín um hættuna sem fylgir því að bera hnífa. 

Bréfið er sent í kjölfar hnífsstunguárásar á Menningarnótt þar sem 16 ára drengur stakk þrjá jafnaldra sína.

Í bréfinu kemur fram að það hafi verið áberandi að börn hafi verið með hnífa í skólum og frístundastarfi að undanförnu.

Setja skýr mörk og fylgjast með vinum 

Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, áréttar mikilvægi forvarna og hvetur foreldra til að taka virkan þátt í lífi barna sinna, setja skýr mörk og fylgjast með vinum þeirra. 

„Þá er mikið forvarnargildi falið í þátttöku barna í skipulögðu frístundastarfi og að lögbundinn útivistartími sé virtur. Mikilvægt er að foreldrar séu virkir þátttakendur í foreldrastarfi og taki þátt í starfi foreldrafélaga, foreldrarölti og bekkjarstarfi,“ segir í bréfinu. 

Bréfið sem var sent á foreldra barna í Reykjavík.
Bréfið sem var sent á foreldra barna í Reykjavík.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert