Kosningabarátta Höllu kostaði 26 milljónir

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands.
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kostnaður við forsetaframboð Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, nam 26 milljónum króna. Þetta kemur fram í uppgjöri sem hún sendi til Ríkisendurskoðunar.

Í uppgjörinu segir að framlög lögaðila til kosningabaráttunnar hafi numið um 12 milljónum króna, framlög einstaklinga um 10 milljónum og að hún hafi sjálf lagt af mörkum um 3,5 milljónir króna. Aðrar tekjur hafi numið um 167 þúsund krónum.

Frestur frambjóðenda til að skila uppgjöri til Ríkisendurskoðunar vegna kostnaðarins við framboð rann út á mánudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert