Úrlausnir á næstu dögum

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eyþór Árnason

„Eins og mér hefur skilist þá erum við komin með ágætisleið sem ætti að geta tryggt það að þeir sem eru að bíða eftir láni núna geti fengið úrlausn sinna mála á næstu dögum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra um hlutdeildarlán sem ekki hafa verið afgreidd frá því í vor þar sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) bíður enn eftir að fá meira fjármagn frá ríkissjóði fyrir frekari lánveitingar.

HMS lokaði fyrir umsóknir um hlutdeildarlán í maí þar sem lánsfjárheimildir voru þá fullnýttar. Vonast var til að hægt yrði að opna fyrir úthlutun í júní þegar Alþingi hefði samþykkt auknar lánsfjárheimildir.

Þær lánsfjárheimildir voru samþykktar í vor og var þá fenginn viðbótarmilljarður.

Ríkir gríðarleg eftirspurn

„Við höfum verið í vinnu sem lýtur að svona tæknilegum útfærslum bókhalds og áhrifum á efnahag,“ segir ráðherrann um lánin. Nú megi þó búast við þeim á allra næstu dögum.

„Um leið erum við að sjá til lands þegar kemur að því að koma þessu með réttum hætti fyrir í kerfinu. Það ætti þá að vera tryggt að þessir fjórir milljarðar sem við horfum á líka á næsta ári, að þeir geti nýst þessum hópi þar sem ríkir gríðarleg eftirspurn.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert