Viðræður við landeigendur gengið illa

Höfuðstöðvar Landsnets
Höfuðstöðvar Landsnets Ljósmynd/Landsnet

Viðræður Landsnets og eigenda tveggja jarða í Hörgársveit er varða lagningu jarðstrengs milli Akureyrar og Dalvíkur hafa gengið illa. Þetta segir Friðrika Marteinsdóttir, verkefnastjóri framkvæmda hjá Landsneti.

„Samningar sem við áttum von á að væru komnir í land reyndust það svo ekki.“ Segir hún ýmsar ástæður liggja að baki og ekki endilega fjárhagslegar.

Vinna er hafin við lagningu jarðstrengsins en í dag liggur loftlína á milli, Dalvíkurlína 1. Á tvöföld tenging Dalvíkur við kerfið að viðhalda afhendingaröryggi og tryggja að flutningskerfið standi ekki í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Aðspurð segir Friðrika að vaninn sé alls ekki að farið sé af stað með framkvæmdir áður en allir samningar eru í höfn.

Samkvæmt lögum ber Landsneti að greiða fullar bætur fyrir það land sem fer undir rafmagnslínur. Fyrirtæki geta sótt um heimild til eignarnáms nái þau ekki samkomulagi við landeigendur vegna framkvæmda á grundvelli raforkulaga. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert