Gul viðvörun enn í gildi

Kort/Veðurstofa Íslands

Gul veðurviðvörun á Suðausturlandi hefur verið framlengd til klukkan 18 í dag. Norðan hvassviðri eða stormi er spáð, vindur verður 18-25 m/s og gætu hviður náð allt að 35 m/s.

Eru líkur á sandfoki og geta varasamar aðstæður myndast fyrir ökumenn á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Er íbúum á svæðinu ráðlagt að tryggja lausamuni sem geta fokið.

Lægðasvæði milli Íslands og Noregs og hæð yfir Grænlandi beinir norðanáttum yfir landið.

Dálitlum skúrum eða éljum er spáð norðaustanlands, en annars verður víða léttskýjað.

Í kvöld og nótt dregur úr vindi. Verður fremur hæg vestlæg eða norðvestlæg átt og yfirleitt bjartviðri á morgun, en strekkingur austan til.

Veðurvefur mbl.is 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert