Ók undir áhrifum fíkniefna og í símanum

Lögreglan stöðvaði nokkra ökumenn sem grunaðir voru um akstur undir …
Lögreglan stöðvaði nokkra ökumenn sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. mbl.is/Arnþór Birkisson

Alls voru 82 mál skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. 

Lögreglan stöðvaði nokkra ökumenn sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þeirra á meðal var ökumaður sem stöðvaður var fyrir að tala í farsíma við akstur.

Kom í ljós að hann var einnig undir áhrifum fíkniefna og var hann því handtekinn og fluttur á lögreglustöð til sýnatöku, að því er segir í dagbók lögreglu.

Þar segir einnig að tilkynnt hafi verið um eld á svölum þar sem kviknað hafði í út frá kerti. Greiðlega hafi gengið að slökkva eldinn en eitthvað tjón hafi orðið á húsinu að utan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert