Sagður hafa veifað hníf í miðbænum

Lögreglan hafði í ýmis horn að líta á vaktinni.
Lögreglan hafði í ýmis horn að líta á vaktinni. Ljósmynd/Colourbox

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann í miðbæ Reykjavíkur veifandi hníf.

Nokkuð góð lýsing barst af manninum og fannst hann stuttu seinna. Hann var ekki með hníf á sér en var hugsanlega búinn að losa sig við hann.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 5 í morgun til kl. 17 í dag.

Brotist inn í verslun

Brotist var inn í verslun í miðbæ Reykjavíkur. Eitthvað var tekið af munum og er málið í rannsókn.

Tilkynnt var um reiðhjólaþjófnað sem náðist á upptöku. Þjófurinn þekktist á upptökunni og er málið í rannsókn.

Einnig barst tilkynning um innbrot í heimahús og er það mál einnig í rannsókn.

Þá var kvartað yfir hávaða vegna framkvæmda og var lofað að hætta vinnu og byrja aftur klukkan 10.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert