Alhvít jörð við Dettifoss og í Hólmatungum

Vetur er mættur á Jökulsárgljúfur.
Vetur er mættur á Jökulsárgljúfur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Vetur konungur hefur heilsað hressilega upp á okkur undanfarna daga með tilheyrandi kulda og vætu,“ segir í facebookfærslu frá forsvarsmönnum Jökulsárgljúfra í Vatnajökulsþjóðgarði.

Segir þar að nú sé alhvít jörð við Dettifoss og í Hólmatungum og vetrarfærð á vegi 862 á milli Vesturdals og Dettifoss.

Þá er gönguleiðin niður í Fosshvamm lokuð vegna hálku og gróður- og stígaverndar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert