Eltu bifhjólamanninn frá miðbænum að Mosfellsbæ

Lögreglan veitti ökumanninum eftirför frá miðbæ Reykjavíkur að Mosfellsbæ.
Lögreglan veitti ökumanninum eftirför frá miðbæ Reykjavíkur að Mosfellsbæ. mbl.is/Kristinn Magnússon

Karlmaður sem lögreglan og sérsveitin veittu eftirför síðdegis í gær vegna ofsaaksturs á bifhjóli verður kærður fyrir ýmis umferðarlagabrot.

Í samtali við mbl.is segir Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að eftirförin hafi hafist í miðbæ Reykjavíkur og endað í Mosfellsbæ.

Aðspurð segist Þóra ekki geta sagt meira um málið að svo stöddu.

Keyrði um á rúmlega 200 km hraða

mbl.is fjallaði um málið í gær og staðfesti varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í gær að sjúkrabíll hafi verið sendur vettvang eins og jafnan er gert þegar mál af þessum toga koma upp.

Í dagbók lögreglu í morgun sagði að maðurinn hafi ekið á köflum á rúmlega 200 km/klst hraða.

Samkvæmt dagbók lögreglu reyndi ökumaðurinn að stinga lögregluna af með því að keyra um á göngustígum og á gang­stétt­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert