Nýr fiskikóngur kominn fram?

Þegar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi var kynnt til sögunnar í Spursmálum nú á föstudag skaut Þorbjörg Gunnlaugsdóttir, alþingismaðu Viðreisnar því óvænt inn í umræðuna að þar færi „fiskikóngurinn“.

Aðeins einn kóngur í hverju landi?

Brá einhverjum í brún við þessi ummæli enda lengi verið mál manna að aðeins væri einn fiskikóngur á Íslandi, Kristján Berg Ásgeirsson, sem oftast er kenndur við fiskverslun sína, Fiskikónginn.

En Þorbjörg er ekki fyrst til þess á opinberum vettvangi að tengja þetta viðurnefni við framkvæmdastjóra hagsmunasamtaka sjávarútvegsins.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjóri SFS. Kristján Berg Ásgeirsson er …
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjóri SFS. Kristján Berg Ásgeirsson er eigandi Fiskikóngsins. Samsett mynd

Komið gott

Það gerðist einnig fyrir skemmstu í hlaðvarpinu Komið gott þar sem stöllurnar Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir láta vaða á súðum í vikulegu samtali um menn og málefni. Er þar ekkert dregið undan og mannlýsingar oft á tíðum meira í ætt við það sem finnst í Fóstbræðrasögu en opinberri umræðu samtímans.

Þorbjörg Gunnlaugsdóttir er gestur í nýjasta þætti Spursmála og fer þar yfir fréttir vikunnar ásamt Vilhjálmi Birgissyni, formanni Starfsgreinasambandsins.

Þáttinn má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert