Grunaður um að hafa myrt stúlku á grunnskólaaldri

Lögreglubíll á vettvangi nærri Vatnsskarði á Sveifluhálsi, norðan Kleifarvatns. Karlmaður …
Lögreglubíll á vettvangi nærri Vatnsskarði á Sveifluhálsi, norðan Kleifarvatns. Karlmaður er grunaður um að hafa orðið stúlku á grunnskólaaldri að bana. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaður var handtekinn við Krýsuvíkurveg í gær. Hann er grunaður um að hafa myrt stúlku á grunnskólaaldri.

Lögregla er nú að störfum á vettvangi við Sveifluháls, norðan Kleifarvatns.

Samkvæmt heimildum Ríkisútvarpsins hringdi maðurinn sjálfur á lögreglu í gær og mun fórnarlambið einnig hafa fundist á vettvangi.

Miklar lögregluaðgerðir voru þar fram eftir kvöldi í gær.

Fengu veður af málinu um kvöldmatarleytið

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfestir við mbl.is að maður sé í haldi, grunaður um aðild að málinu. Segir hann lögreglu hafa haft veður af málinu um kvöldmatarleytið í gærkvöldi.

Í tilkynningu lögreglu segir að rannsókn málsins sé á frumstigi. Frekari upplýsingar verði ekki veittar að svo stöddu.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert