Tengist ekki árásinni á Menningarnótt

Karlmaðurinn var handtekinn í gærkvöldi.
Karlmaðurinn var handtekinn í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Andlát stúlku á grunnskólaaldri í gærkvöldi, þar sem grunur er uppi um manndráp, tengist ekki banvænu stunguárásinni sem gerð var á Menningarnótt eða hefndaraðgerðum tengdum henni.

Þetta herma heimildir mbl.is.

Eins og greint hefur verið frá var karl­maður hand­tek­inn við Krýsu­víkurveg í gærkvöldi, grunaður um að hafa myrt stúlku á grunn­skóla­aldri.

Grím­ur Gríms­son yf­ir­lög­regluþjónn hefur staðfest við mbl.is að maður sé í haldi. Seg­ir hann lög­reglu hafa haft veður af mál­inu um kvöldmatarleytið í gær­kvöldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert