Veðurstofan gefur út gular viðvaranir

Kort sýnir vindaspá klukkan 16 í dag.
Kort sýnir vindaspá klukkan 16 í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun vegna veðurs tekur gildi á hádegi á Suðurlandi og klukkan 13 á miðhálendinu.

Á Suðurlandi verður hvassast undir Eyjafjöllum og í Selvogi, geta vindhviður náð allt að 40 m/s. Um klukkan átta fer að rigna en úrkomusvæðið dreifist til norðurs og verður rigning víða um landið síðdegis.

Á miðhálendinu verður austan suðaustan 18-23 m/s. Hvassast verður við fjöll.

Hitinn í dag verður á bilinu átta til þrettán stig.

Það dregur úr vindi í kvöld og styttir upp í nótt.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert