Beint: Málþing um sjúklingaöryggi

mbl.is/Jón Pétur

Afleiðingar rangrar sjúkdómsgreiningar, van- og ofgreiningar, forflokkun í heilbrigðiskerfinu og almennt hvernig tryggja eigi öruggar sjúkdómagreiningar er meðal þess sem rætt verður um á málþingi um sjúklingaöryggi sem hefst klukkan 13:00 í dag. Meðal fyrirlesara eru Alma D. Möller landlæknir, Jón Magnús Kristjánsson bráðalæknir og Ingibjörg Rós Kjartansdóttir, fagstjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur útnefnt 17. september ár hvert sem alþjóðadag sjúklingaöryggis. Tilgangurinn er að auka vitund um öryggi sjúklinga og hvetja til almennrar samstöðu um að efla öryggismenningu í heilbrigðisþjónustu. Öryggi snýst um að sjúklingar hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætluð er til að bæta heilsu þeirra og lífsgæði. Þema ársins að þessu sinni er öryggi við sjúkdómsgreiningar.

Hægt er að fylgjast með málþinginu í streymi hér að neðan, en það stendur frá 13 til 17.

Dagskrá fundarins má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert