Myndskeið: Hávær mótmæli á meðan ríkisstjórnin fundar

Mótmæli vegna fyrirhugaðrar brottvísunar Yazans Tamimi, tólf ára drengs með sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm, eru hafin fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu.

Á þriðja hundrað segjast mæta á mótmælin á Facebook-viðburðinum.

„Yazan á heima hér,“ heyrist hrópað hástöfum. „Niður með nasista,“ stendur á einu skilti sem mótmælandi heldur uppi. 

Málefni Yazans verða rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í dag.

Frá mótmælunum nú fyrir skömmu.
Frá mótmælunum nú fyrir skömmu. mbl.is/Hermann Nökkvi

Brottvísuninni frestað

Vísa átti Yazan og fjölskyldu hans úr landi í gærmorgun en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra fyrirskipaði að brottvísuninni yrði frestað eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, bað um að það yrði gert. 

Guðmundur Ingi vildi ekki ræða við blaðamann mbl.is á leið inn á fundinn. 

Hópur fólks er samankominn.
Hópur fólks er samankominn. mbl.is/Hermann Nökkvi

Svandís veifaði til mótmælenda

Þegar Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra steig út úr bílnum hrópaði mótmælandi til hennar: „Yazan á heima hér.“

Svandís bauð góðan dag og veifaði mótmælendunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert