„Stakur atburður og spennulosun“

Veðurstofa Íslands.
Veðurstofa Íslands. mbl/Arnþór Birkisson

„Þetta er í rauninni stakur atburður og spennulosun“ í tengslum við flekaskil,“ segir Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um jarðskjálftann í gærkvöldi í Brekknafjalli norðan við Hofsós, sem mældist 3,1 að stærð.

„Það er hægt að segja að þetta sé í rauninni óvenjulegt en ekki óeðlilegt,“ segir Jóhanna og nefnir að skjálftinn hafi komið upp við Dalvíkurbeltið sem er hluti af Tjörnesbrotabeltinu og er á flekaskilum.

Segir hún það eðlilegt að spenna byggist upp í kringum beltið.

„Þetta er í rauninni stakur skjálfti. Það kom þarna einn eftirskjálfti klukkutíma síðar og hann var bara 1,5 að stærð og það hefur ekkert meira verið þar í dag,“ segir náttúruvársérfræðingurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert