Starf sveitarstjórans laust til umsóknar

Björn Ingimarsson hefur starfað sem sveitarstjóri Múlaþings í tæplega fjögur …
Björn Ingimarsson hefur starfað sem sveitarstjóri Múlaþings í tæplega fjögur ár. Ljósmynd/Aðsend

Múlaþing hefur auglýst starf sveitarstjóra laust til umsóknar. Er gert ráð fyrir að nýr sveitarstjóri geti hafið störf um næstu áramót.

Björn Ingimarsson hefur starfað sem sveitarstjóri Múlaþings frá því í október 2020. Áður var hann bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs.

Á vef Múlaþings segir að leitað sé að einstaklingi sem sé tilbúinn að stýra starfsemi sveitarfélagsins og áframhaldandi uppbyggingu og þróun þess í samstarfi við sveitarstjórn.

Umsóknarfrestur er til og með 8. október. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert