Þúsund rófur úr hálfri teskeið af fræjum

Mæðgurnar Árdís Lóa Sandholt og Fjóla Signý tóku upp rófur …
Mæðgurnar Árdís Lóa Sandholt og Fjóla Signý tóku upp rófur um helgina. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Fjóla Signý Hannesdóttir tók upp rófur hjá sér í Stóru-Sandvík í Flóa fyrir viku og um helgina og tekur aftur upp þráðinn um mánaðamótin, en þess á milli rekur hún fyrirtæki sín, heildsöluna Run2 og íþróttavöruverslunina Fætur toga á Höfðabakka í Reykjavík, þar sem jafnframt er boðið upp á göngugreiningu. „Salan á íþróttavörunum hefur aukist um rúmlega 40% frá því ég tók við en ég reyni að vera bóndi á miðvikudögum,“ segir hún.

Hannes Jóhannsson, faðir Fjólu Signýjar, sérhæfði sig í gulrófurækt og ræktun á rófufræi í um 40 ár, en hann andaðist í fyrrasumar. Fjóla Signý ólst upp við þessa starfsemi, vann með föður sínum í frítíma sínum, kom inn í reksturinn til að bæta hann og gera hann skilvirkari, þegar hún var í viðskiptafræði fyrir ríflega áratug, og tók síðan alfarið við keflinu. „Ég hafði reyndar séð um reksturinn frá því hann veiktist en hef verið ein síðan hann féll frá.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert