Lærdómsrík dvöl í sveit á Langavatni

Stefán Óskarsson vitjaði nýverið um dráttarvélina.
Stefán Óskarsson vitjaði nýverið um dráttarvélina. mbl.is/Atli Vigfússon

„Þegar ég fór að slá túnin var enginn til að segja mér til. Jón Davíðsson, bóndi á Langavatni, hjálpaði mér með greiðuna en ég var of kraftlítill til þess að leggja hana og einhver stirðleiki var á henni. Þetta gekk mjög vel og sló ég öll túnin með vélinni fyrir utan hólana og engið. Þessi tún voru ekki mjög slétt en ég lét mig hafa það. Í framhaldi af þessu græjaði ég bæði heyvagn, múgavél og rakstrarvél við Farmall Cub sem voru tæki sem tengd höfðu verið við hesta.“

Þetta segir Stefán Óskarsson, byggingarverktaki og skógarbóndi, sem réð sig sem kaupamann í Langavatn í Suður-Þingeyjarsýslu fyrir rúmlega 70 árum. Þá var hann einungis tólf ára og það fylgdi með að hann yrði vélamaður á nýju dráttarvélinni á bænum.

Á Langavatni var keypt Farmall Cub-dráttarvél árið 1953. Bændur þar, Aðalgeir, Jón og Kristrún Davíðsbörn, voru nokkuð á undan sinni samtíð hvað þetta varðar en þá voru dráttarvélar ekki orðnar algengar á bændabýlum. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert