Ómetanleg húsgögn fá sinn sess

Borðstofuhúsögnin voru áður í eigu Einars Benediktssonar og voru í …
Borðstofuhúsögnin voru áður í eigu Einars Benediktssonar og voru í Höfða en síðar í eigu Marteins kaupmanns Einarssonar.

Húsgögn og húsbúnaður sem var að finna í Biskupsgarði, embættisbústað biskups Íslands við Bergstaðastræti, verður áfram í eigu kirkjunnar og verður fundinn staður í nýju móttökuhúsnæði biskups sem nú er unnið að því að finna. Þetta upplýsir Birgir Gunnarsson, framkvæmdastjóri rekstrarstofu þjóðkirkjunnar, í samtali við Morgunblaðið. Sem kunnugt er var Biskupsgarður seldur á dögunum en nýr biskup, Guðrún Karls Helgudóttir, hyggst búa í eigin húsi í Grafarvogi.

Fagurlega skreytt sófasett.
Fagurlega skreytt sófasett.

Ekki hefur farið framhjá gestum í Biskupsgarði í gegnum árin að þar var ómetanlega muni að finna. Þar á meðal voru húsgögn sem fyrr á tíð voru í eigu Einars Benediktssonar og Hannesar Hafstein. Mun Sigurbjörn Einarsson biskup hafa tryggt embættinu þessa dýrgripi. Húsgögnin eru nú í geymslu og fá sinn sess í nýju húsnæði biskups. Listaverk eftir íslenska meistara sem prýddu veggi Biskupsgarðs voru hins vegar fengin að láni frá listasöfnum og hefur nú verið skilað að sögn Birgis.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert