Fleiri horfðu á fréttir klukkan 21

Landsmenn virðast hafa verið hæstánægðir með að kvöldfréttatími Ríkissjónvarpsins hafi verið færður til klukkan 21 í sumar. Sem kunnugt er var hliðrað til í dagskránni vegna útsendinga frá Evrópumótinu í fótbolta og Ólympíuleikunum.

Þetta kom fram á fundi stjórnar RÚV. Sérstaka athygli vekur að ríkismiðillinn virðist með þessu hafa náð betur til yngri áhorfenda.

„Þegar horft er á áhorfstölur, meðaláhorf, uppsafnað áhorf, daglega og vikulega dekkun má sjá að heldur fleiri horfðu á fréttir kl. 21 sumarið 2024 í samanburði við kvöldfréttatíma sjónvarps kl. 19 sumarið 2023. Athyglisvert sé að áhorf á fréttatíma sem komu í kjölfar leikja á EM var í flestum tilvikum töluvert hærra en þegar engir leikir voru á dagskrá fyrir fréttir. Athygli vakti einnig að línulegt áhorf á fréttir kl. 21 jókst töluvert í öllum aldurshópum undir 55 ára aldri, en var nánast óbreytt í elsta aldurshópnum,“ segir í fundargerð. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert