Vísindavefurinn hlaut viðurkenningu Rannís

slaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar, Jón Atli …
slaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar, Jón Atli Benediktsson rektor HÍ, Jón Gunnar Þorsteinsson ritstjóri Vísindavefsins, Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor og fyrrum aðalritstjóri, og Jón Örn Örn Guðbjartsson sviðsstjóri markaðsmála HÍ. Ljósmynd/Aðsend

Vísindavefurinn hlaut viðurkenningu Rannís fyrir vísindamiðlun árið 2024.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannís.

Þar segir að vinsældir Vísindavefsins hafi aukist jafnt og þétt frá upphafi og að meðaltali heimsækja yfir sjö þúsund manns vefinn á degi hverjum og fletta þar tæplega níu þúsund síðum.

Í tilkynningunni segir að Vísindavefurinn hafi frá árinu 2000 fjallað um öll vísindi, hverju nafni sem nefnast, allt frá stjörnufræði til handrita og frá sameindalíffræði til sálfræði.

Vefurinn sé í nánum tengslum við samfélagið þar sem hann svarar spurningum sem berast frá almenningi og ekki síst ungmennum.

Starfsfólk Vísindavefsins eru Jón Gunnar Þorsteinsson, ritstjóri og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir, verkefnastjóri, segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert