Kaldasta sumarið á öldinni

Sumarið reyndist í svalara lagi.
Sumarið reyndist í svalara lagi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sumarlok voru hjá Veðurstofu Íslands á miðnætti síðastliðna nótt.

Sumarið reyndist í svalara lagi miðað við undanfarna tvo áratugi rúma, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur.

Meðalhiti þess á landsvísu reiknast 8,3 eða 8,4 stig. Þetta er lægsta tala sem sést hefur á þessari öld, eða síðan sumarið 1998, en þá var hún sú sama og nú. Nokkru kaldara var nokkru fyrr á síðustu öld, þ.e. árin 1993 og 1992.

Yngra fólkið, fram á fertugsaldur sennilega, man ekki jafnkalt sumar nema barnsminni þess sé alveg sérlega gott, bætir Trausti við.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert