Kalt sumarið endurspeglast í nær uppþornuðu Hvaleyrarvatni

Hvaleyrarvatn.
Hvaleyrarvatn. mbl.is/Árni Sæberg

Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði er orðið ansi lítið og nánast þornað upp. Morgunblaðið sagði frá því í ágúst að Kaldá væri nær vatnslaus en vatnsból Hafnarfjarðarbæjar er í Kaldárbotnum.

Minni bráðnun í fjöllum sökum lægri lofthita og þynnra snjóalags síðasta vetur hefur áhrif á grunnvatnsstöðuna.

Guðmundur Elíasson veitustjóri Hafnarfjarðarbæjar segir lága grunnvatnsstöðu engin áhrif hafa á vatnsbúskapinn, hvorki hvað varðar Kaldá né Hvaleyrarvatn, en lækki hún mjög mikið geti það vissulega haft áhrif. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert