Truflanir á umferð að Reynisfjöru næstu daga

Talsverð röskun verður á þjónustu í Reynisfjöru næstu daga vegna …
Talsverð röskun verður á þjónustu í Reynisfjöru næstu daga vegna malbikunarframkvæmda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vegna vegaframkvæmda og vegamálunar að Reynisfjöru verða umtalsverðar truflanir á umferð og lokanir á bílastæðum á föstudaginn og laugardaginn.

Meðal annars verður lokað fyrir almenna umferð frá Reyniskirkju niður að fjörunni þessa tvo daga, en rútur munu komast niður á efra bílaplan hluta tímans. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið á sunnudaginn.

Í tilkynningu frá landeigendum kemur fram að byrjað verði að loka efra bílaplaninu núna á miðvikudaginn.

Á föstudaginn og laugardaginn verði svo neðra bílaplanið lokað, en efra planið opið fyrir stærri rútur á föstudaginn og seinni partinn á laugardag.

Þann tíma verður lokað fyrir almenna umferð frá Reyniskirkju, en fólki sem kemur á eigin bílum er frjálst að ganga niður að Reynisfjöru, en þangað eru 2 km, eða 4 km báðar leiðir.

Kortið sýnir hvernig lokunum verður háttað á komandi dögum.
Kortið sýnir hvernig lokunum verður háttað á komandi dögum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert