Aðstoð skyldmenna við íbúðakaup eykst

Gögn benda til þess að aðstoðin hafi orðið sífellt veglegri …
Gögn benda til þess að aðstoðin hafi orðið sífellt veglegri með árunum mbl.is/Sigurður Bogi

Meirihluti ungs fólks sem kaupir sína fyrstu íbúð virðist njóta fjárhagslegrar aðstoðar skyldmenna við kaupin. Gögn benda til þess að aðstoðin hafi orðið sífellt veglegri með árunum og er áætluð fjárhagsleg aðstoð við fyrstu kaupendur að meðaltali um það bil þrefalt hærri að nafnvirði í ár og í fyrra en fyrir rúmum áratug síðan.

Þessar upplýsingar koma fram á minnisblaði fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem sent hefur verið til fjárlaganefndar í tengslum við fjárlagavinnuna. Byggt er á tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og álagningarskrám í greiningu á fyrstu kaupendum.

„Fyrstu íbúðakaupum hefur fjölgað það sem af er þessu ári þrátt fyrir hátt vaxtastig. Vísbendingar eru um að meirihluti fyrstu kaupenda njóti einhvers konar aðstoðar við að fjármagna kaupin, t.d. frá skyldmennum, og að umfang aðstoðarinnar hafi vaxið undanfarin tvö ár. Ólíkt því sem ef til vill mætti álykta af umræðunni er hlutfall ungs fólks sem á fasteign nú með mesta móti miðað við undanfarin 15 ár. Hlutfall ungs fólks sem á fasteign hefur lítið breyst undanfarin tvö ár og mun líklega ekki breytast mikið í ár heldur. Hér er horft til íslenskra ríkisborgara, en hjá erlendum ríkisborgurum er staðan önnur, m.a. þar sem meirihluti þeirra hefur ekki búið á landinu nema í nokkur ár,“ segir þar.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert